Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spreðaði rúbíum í kvikmyndaveri
Mánudagur 25. janúar 2010 kl. 15:34

Spreðaði rúbíum í kvikmyndaveri

Þrátt fyrir að Skipulagsstofnun haldi tugum milljóna króna frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem stofnunin innheimti án heimildar fyrir gjaldtökunni, þá virðist Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdatjóri Kadeco, eiga nóg af indverskum rúbíum. Að minnsta kosti sló Kjartan um sig með indverskum 500 rúbíu seðli og keypti sér hlutverk í fyrstu Bollywood-myndinni sem framleidd verður í kvikmyndaveri Atlantic Studios að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kvikmyndagerð á Íslandi treystir á erlend verkefni og er meðal annars horft til Indlands, sem er þekkt fyrir Bollywood-myndir sínar. Auk Evrópu, Bandaríkjanna og Indlands, horfa menn einnig til Japan þegar draga á verkefni hingað til lands.


Meðfylgjandi myndir sýna Kjartan með seðilinn sem Júlíus Kemp tók við og hefur örugglega milligöngu um það að Kjartan fái „lykilhlutverk“ í indverskri kvikmynd, framleiddri að Ásbrú.


Ljósmyndir: Páll Ketilsson