Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 12:20
SpKef styrkir Krabbameinsfélagið
Sparisjóðurinn í Keflavík færði Krabbameinsfélagi Suðurnesja fartölvu og prentara að gjöf í gær. Á myndinni má sjá Geirmund Kristinsson Sparisjóðsstjóra, Ómar Steindórsson, formann stjórnar Krabbameinsfélags Suðurnesja og Önnu Maríu Einarsdóttur starfsmann Krabbameinsfélagsins, við afhendinguna.