Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spiral með nýja strauma í fatahönnun
Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 17:30

Spiral með nýja strauma í fatahönnun

- stöllurnar Ingunn E. Yngvadóttir og Íris Jónsdóttir sýna fatahönnun á Flughóteli

Ef þú hefur áhuga á nýjum straumum í fatahönnun þá er kjörið fyrir þig að mæta í Kjarna á Flughótelinu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. júlí næstkomandi en þá munu þær stöllur Ingunn E. Yngvadóttir og Íris Jónsdóttir sýna fatahönnun frá merki sínu Spiral. Einnig mun Helga Rún í Prem sýna hatta og hárspangir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjarni opnar klukkan átta en þá munu þær Ingunn og Íris taka á móti gestum en VK-umboðið á Íslandi sér um veitingarnar. Tískusýningin sjálf hefst klukkan hálf níu en það kemur í hlut tískukóngsins Heiðars snyrtis að kynna módelin inn.

„Fatnaðurinn frá Spiral er hugsaður fyrir konur á öllum aldri og má þar nefna til dæmis leggings, stutta og síða boli, slár og jakka,“ segir Íris en þær stöllur hafa unnið hörðum höndum upp á síðkastið til þess að klára fyrstu línuna.

Flughótel mun bjóða upp á sérstakan matseðil í tilefni sýningarinnar sem er annars vegar þriggja rétta máltíð á 3500 kr. og hins vegar tveggja rétta á 2900 kr. Er gestum bent á að tryggja sér borð í tíma ef þeir hafa áhuga á að nýtja sér þetta frábæra tilboð í síma 421-5222.