Spiluðu golf til styrktar Lundi
Óhætt er að segja að forvarnarverkefnið Lundur hafi fengið góðar viðtökur og eignast marga velunnara. Lundi barst myndarlegur fjárstyrkur nú um helgina frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf., Fríhöfninni ehf, Flugmálastjórninni í Keflavík og Golfklúbbi Suðurnesja eða alls 400.000 krónur sem söfnuðust á sameiginlegu golfmóti þessara félaga fyrir Lund.
128 þúsund krónur söfnuðust á 6. og 18. holu, en þar höfðu þátttakendur tækifæri til þess að kaupa högg af atvinnukylfingi sér til framdráttar. Þátttakendur tóku þessu fagnandi og nýttu allir tækifærið til að styðja gott málefni. GS lagði til kylfinga, þá Örn Ævar Hjartarsson og Ólaf Jóhannesson.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf., Fríhöfnin ehf, Flugmálastjórnin í Keflavík lögðu fram 272 þúsund krónur til viðbótar við þá upphæð sem safnaðist í leiknum.
Mynd frá afhendingu styrksins: Valur Ketilsson Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Hlynur Sigurðsson Fríhöfnin, Erlingur Jónsson Lundur, Elín Árnadótti,r Flugstöðin.