Mannlíf

Spilar sjóræningjaleik á ferðalögum
Sunnudagur 18. september 2016 kl. 06:00

Spilar sjóræningjaleik á ferðalögum

- Fimm snjöll: Þórólfur Júlían Dagsson

Þórólfur Júlían Dagsson er 28 ára sjómaður úr Reykjanesbæ sem þessa dagana stendur í ströngu í kosningabaráttu en hann skipar 3. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi í kosningum til Alþingis sem eru á næsta leiti.  Þórólfur hefur stundað sjóinn í níu ár og á 4 ára gamla dóttur, Ólafvíu Sóleyju. Nú í kosningabaráttunni vantar hann fleiri klukkustundir í sólarhringinn og hefur ekki komist í ræktina í sex vikur. Þórólfur var einn af stofnendum Pírata og dró sig svo í hlé frá starfinu en byrjaði aftur árið 2014 og hefur tekið þátt í mótun sjávarútvegsstefnu flokksins. Hann segir hér frá þeim öppum sem hann notar mest í símanum og það þarf ekki að koma á óvart að eitt þeirra er sjóræningaleikur.

Slack#
Ég nota Slack í samskiptum og skipulagningu á starfinu innan flokksins. Þetta
er mikilvægt tól til þess að hafa skipulag á samskiptum og verkefnastjórnun.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 

Facebook appið
Örugglega mest notaða appið í símanum mínum þessa dagana, það kemur gríðarlegt magn af spurningum til manns í gegnum Facebook og flestir eru þar.

 

 

Snapchat
Ég hef ekki verið nógu duglegur að senda frá mér Snapchat video undanfarna daga en það er allt að fara af stað aftur. Notendanafnið mitt er kelazam fyrir þá sem að vilja fylgjast með.

 

 

PokemonGo
Ég hef ekki haft tíma til þess að leika mér þessa dagana en ég er komin upp í lvl 21
og á Vaporeon er ég með 1763 í cp og er í Team Instinct.

 

Assassin's Creed Pirates
Mjög skemtilegur sjóræningja leikur sem auðvelt er að hoppa í og úr. Ég spila hann þegar ég er að ferðast langar vegalengdir sem farþegi. Mæli með þessum leik.