Spilar fótbolta á Sæludögum
-Ísak Henningsson
Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að fara á Sæludaga í Vatnaskógi.“
Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Oftast fer ég á Sæludaga en ég hef stundum verið erlendis eða í sumarbústað eða bara heima með fjölskyldunni.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa ogf hverju?
„Utanlandsferð til vinar míns í Noregi stendur upp úr. Það var góð hvíld að komast í sumarbústað að spila, horfa á myndir og fara í leiki úti í garði eftir erilsamt sumar. “
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Spila fótbolta.“
Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Ég var að vinna á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK í Keflavík nánast allan júní. Svo var ég foringi í Vatnaskógi í eina viku og á eftir að vinna í Kaldárseli seinna í ágúst. Þetta er fyrsta sumarið í langan tíma sem ég fer ekki til útlanda en ég hef notið þess að vera heima, t. d. með því að hjóla Hvalfjörðinn og Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Að fara í Háskóla Íslands núna í haust og hugsanlega til Gvatemala eftir áramót að læra spænsku.“