Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spila Tetris með bílum á bílastæði
Fimmtudagur 5. desember 2013 kl. 06:06

Spila Tetris með bílum á bílastæði

Tetris er einn af vinsælustu kubbaleikjunum á veraldarvefnum. Nú hafa þeir sem sækja fyrirtæki og þjónustu í Krossmóa í Reykjanesbæ ákveðið að spila þennan skemmtilega leik með bílunum sínum á bílastæðinu við Krossmóa 4a. Eða það mætti halda.

Smá snjóföl virðist setja hæfileika fólks þegar kemur að því að leggja ökutækjum í broslegan flokk.

Virðið fyrir ykkur myndina hér að ofan og veltið fyrir ykkur hvernig það hafi gengið að komast úr bílastæðinu í gærmorgun þegar þessi mynd var tekin. Hvaða bílar eru rétt staðsettir og hverjir ekki?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024