Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spila í Saturday Night Live
Suðurnesjafólkið okkar, Nanna og Brynjar eru enn að gera það gott út í hinum stóra heimi.
Sunnudagur 14. apríl 2013 kl. 18:13

Spila í Saturday Night Live

Of Monsters And Men í einum vinsælasta þættinum vestanhafs

Íslenska hljómsveitin Of Monsters And Men mun spila í frægasta grínþætti veraldar, Saturday Night Live þann 4. maí næstkomandi. Í þættinum koma yfirleitt fram vinsælir tónlistamenn sem eru að gera það gott og hafa margir þekktustu listamenn veraldar komið fram í þættinum í gegnum tíðina. Meðal þeirra tónlistarmanna sem spilað hafa í þættinum á þessu ári eru: Justin Beiber, Justin Timberlake, Kendrick Lamar, Phoenix og Macklemore and Ryan Lewis. Þátturinn er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn vestanhafs og hefur hann verið á skjánum frá árinu 1975.

Kynnir og gestaleikari þáttarinns verður gamanleikarinn Zach Galifinakis sem er hvað best þekktastur fyrir leik sinn í Hangover myndunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024