Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spila golf fram í myrkur!
Miðvikudagur 23. júlí 2003 kl. 22:02

Spila golf fram í myrkur!

Kylfingar nota veðurblíðuna til að leika golf. Kylfingar voru um allan Kirkjubólsvöllinn við Sandgerði seint í gærkvöldi. Þar var spilað fram í myrkur. Menn gengu hraustlega á eftir boltunum og vildu komast sem hraðast yfir völlinn áður en sólin færi niður fyrir sjóndeildarhringinn.Svo er ekki nóg að fylgjast með því hvert golfboltinn fer, því kríurnar suður með sjó eru ekki á róandi þessa dagana þegar ungviðið er að læra að fljúga sína fyrstu metra. Þær voru því gargandi yfir hausamótunum á kylfingunum, sem stundum þurfa að þola hártog og gogg.

Þá fer ekki sögum af reimleikum á golfvellinum að Kirkjubóli, því þar undir er forn kirkjugarður og mannabein hafa verið að stingast út úr fjörukambinum. Beinagrind frá Kirkjubóli er varðveitt á Þjóðminjasafninu og ekki eru mörg ár síðan hauskúpa og fleiri mannabein komu út úr fjörukambinum. Hvort framliðnir leiki golf á Krikjubólsvelli eftir að skyggja tekur hefur aldrei sannast!

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024