Spenntu tvíhöfðann við undirritun samstarfssamninga
-
Samstarfssamningar Sangerðisbæjar við íþróttafélögin í Sandgerði voru undirritaðir í síðustu viku. Hittust fulltrúar Knattspyrnufélagsins Reynis, Golfklúbbs Sandgerðis og Sandgerðisbæjar á hádegisfundi og undirrituðu samstarfssamningana sem framlengdir hafa verið um eitt ár. Rætt var um hvernig íþróttastarfið í bæjarfélaginu gengi, aðstöðu íþróttafélaganna og fleira. Tækifærið var notað og smellt af mynd þar sem fulltrúarnir spenntu tvíhöfðann á höfðingjalegan hátt.
Á meðfylgjandi mynd eru: Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, Tyrfingur Andrésson, formaður aðalstjórnar Reynis, Sigurður Jóhannsson, varaformaður Knattspyrnudeildar Reynis, Ingibjörg Oddný Karlsdóttir, fulltrúi unglingaráðs knattspyrnudeildar Reynis, Guðmundur Einarsson, fulltrúi Golfklúbbs Sandgerðis, Sveinn Hans Gíslason, formaður Körfuknattleiksdeildar Reynis og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis.