Spennt að sjá Valdimar
-Þórdís Halla Gunnarsdóttir starfar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ætlar að fylgjast með flugeldunum á Ljósanótt
Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt?
„Ég er að vinna á ljósanótt en ég ætla með fjölskyldunni á laugardagskvöldinu niður í bæ að sjá tónleikana og flugeldasýninguna. Ég er líka spennt að sjá Valdimar spila.“
Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári?
„Ég hef alltaf verið að vinna þessa helgi þannig ég hef ekki almennilega náð að njóta hátíðarinnar.“
Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt?
„Í raun og veru ekkert. Ég held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á?
„Ég ætla allavega að sjá flugeldasýninguna. Svo ætla ég að reyna að sjá Valdimar og kíkja á sýningar með mömmu og ömmu.“