Spennandi starfshlaup FS - myndasyrpa!
Hið árlega starfshlaup fór fram í níunda sinn föstudaginn 11. apríl. Keppnin var óvenjuspennandi að þessu sinni og þrjú efstu liðin háðu harða keppni um sigurlaunin. Fyrir þá sem ekki þekkja starfshlaupið þá reyna nemendur með sér í n.k. Boðhlaupi þar sem keppt er í flestum þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann auk ýmis konar þrauta. Að þessu sinni kepptu 8 lið í hlaupinu en í hverju liði eru nokkrir tugir keppenda auk stuðningsliðs, fánabera o.fl.
Keppnin byrjaði í íþróttahúsinu þar sem keppt var í reiptogi, stultuhlaupi, pokahlaupi og fleiri greinum. Síðan var synt og hlaupið en að því loknu þeystu keppendur inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess að leysa ýmsar þrautir á göngum. Keppnin endaði síðan á sal þar sem liðin lögðu á borð, dönsuðu, sungu, léku o.fl. Einn af hápunktum starfshlaupsins á hverju ári er síðan kappátið þar sem hvert lið fær einn kennara til að keppa fyrir sína hönd.
Að þessu sinni var það "Bleika liðið" sem sigraði en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu greinunum á sal eftir harða og spennandi keppni. Liðsmenn sigurliðsins fengu að sjálfsögðu hina hefðbundnu pizzuveislu í sigurlaun. Að venju var þó skemmtunin í fyrirrúmi hjá nemendum og starfsfólki skólans.
Smellið hér til að sjá svipmyndir frá starfshlaupinu
Texti og myndir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Keppnin byrjaði í íþróttahúsinu þar sem keppt var í reiptogi, stultuhlaupi, pokahlaupi og fleiri greinum. Síðan var synt og hlaupið en að því loknu þeystu keppendur inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess að leysa ýmsar þrautir á göngum. Keppnin endaði síðan á sal þar sem liðin lögðu á borð, dönsuðu, sungu, léku o.fl. Einn af hápunktum starfshlaupsins á hverju ári er síðan kappátið þar sem hvert lið fær einn kennara til að keppa fyrir sína hönd.
Að þessu sinni var það "Bleika liðið" sem sigraði en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu greinunum á sal eftir harða og spennandi keppni. Liðsmenn sigurliðsins fengu að sjálfsögðu hina hefðbundnu pizzuveislu í sigurlaun. Að venju var þó skemmtunin í fyrirrúmi hjá nemendum og starfsfólki skólans.
Smellið hér til að sjá svipmyndir frá starfshlaupinu
Texti og myndir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.