Spennandi sjálfsafgreiðsluvél á bókasafninu
Léttir undir hjá starfsfólki Bókasafns Grindavíkur.
Nýrri sjálfsafgreiðsluvél hefur verið komið fyrir í nýju bókasafni Grindvíkinga. Vélin ætti að létta undir hjá starfsfólki safnsins sem fær þannig meiri tíma fyrir aðra þjónustu við gesti, svo sem að vísa á og finna efni sem leitað er að. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ungar stúlkur nýttu sér sjálfsafgreiðsluvélina. Stúlkurnar voru með hjálma sem væntanlega tengist frekar því að þær eru með umferðarreglurnar á hreinu, heldur en að hjálma þurfi við notkun vélarinnar.