Spennandi hlutir að gerast við Reykjanesvita
Senn líður að enduropnun og stækkun sýningarinnar „Leiðarljós að lífhöfn“ í Vélarhúsinu við Reykjanesvita, sem Eiríkur P. Jörundsson vann fyrir Hollvinasamtök Reykjanesvita. Þá verður opnað nýtt og hlýlegt kaffihús í nýuppgerðu íbúðarhúsi vitavarða og þar er einnig hluti sýningarinnar.
Stefnan er sett á að opna sýninguna og kaffihúsið seinna í júní en lokafrágangur er eftir á umhverfi við vitavarðarhúsið og tenging á nokkrum lögnum.