Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spaugarinn: Grindvíkingar gripnir í bólinu
Föstudagur 20. mars 2009 kl. 09:45

Spaugarinn: Grindvíkingar gripnir í bólinu

Grindvíkingar voru hlutfallslega duglegastir Suðurnesjamanna að búa til börn á síðasta ári. Þeir gátu af sér 56 nýbura samanborið við 43 árið á undan. Garðbúar voru hins vegar slakastir við þessa skemmtilegu iðju en þeir fæddu 18 börn samanborið við 31 árið á undan þannig að eitthvað hefur fjörið dvínað í svefnherbergjum þar í bæ.

Vogamenn gátu af sér 22 nýja einstaklinga á síðasta ári samanborið við 31 árið áður þegar þeir báru höfuð og herðar yfir nágranna sína í þessum efnum. Íbúar Reykjanesbæjar voru á svipuðu róli á milli ára en þar komu 195 nýburar í heiminn á síðasta ári. Sandgerðingar bættu örlítið í á milli ára eða úr 33 í 37.


---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

SPAUGARINN er nýr myndhöfundur í Víkurfréttum. Hann mun vinna með ljósmyndir og texta og vill ekki kalla sig teiknara.