Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sparisjóðurinn og NFS í samstarf
Föstudagur 21. september 2007 kl. 17:19

Sparisjóðurinn og NFS í samstarf

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu samstarfssamning í síðustu viku. Samningurinn er til eins árs og telst Sparisjóðurinn vera aðalstyrktaraðili NFS.

Gott samband hefur verið milli Sparisjóðsins og FS frá upphafi vega og byggir samningurinn á því góða samstarfi. Sparisjóðurinn og NFS munu vinna sameiginlega að ýmsum skemmtunum og sagði Guðmundur formaður að styrkurinn gerði félaginu kleift að halda úti öflugu félagsstarfi allan næsta vetur.

Baldur og Þóranna frá Sparisjóðnum hittu stjórn NFS í góðum gír þegar samningurinn var undirritaður og lofuðu því að þetta væri upphafið að góðu sambandi.

 

Sjá einnig hér!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024