SPARISJÓÐURINN GEFUR LEIKSKÓLABÖRNUM ENDURSKINSVESTI
Sparisjóðurinn í Keflavík færði leikskólabörnum á Tjarnarseli endurskinsvesti fyrir skömmu. Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, afhenti Ingu Maríu Ingvarsdóttur, leikskólastýru, vestin svo að litlu krílin verði sýnileg í myrkrinu. Börnin voru mjög ánægð með vestin sín og klæddu sig strax í þau. Suzuki nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mættu ásamt kennara sínum og foreldrum og spiluðu og sungu nokkur lög fyrir leikskólabörnin.