Sparisjóðurinn gefur börnum margmiðlunarleik
Nú er vetur genginn í garð og því ákváð Sparisjóðurinn að gleðja félaga í Krónu og Króna krakkaklúbbnum með skemmtilegri og fræðandi afþreyingu. Allir krakkar sem koma og tæma baukinn sinn í Sparisjóðnum geta valið um að fá skemmtilega sögu- og litabók eða fræðandi tölvuleik.
Tölvuleikurinn er íslenskur og voru það fjórar stúlkur í Háskólanum í Reykjavík sem hönnuðu leikinn og var hann lokaverkefni þeirra við skólann. Leikurinn nefnist Króni og Króna í Leikjalandi. Leikurinn er byggður upp sem skemmtun og fræðsla. Börnin hafa möguleika á að fara á milli fimm mismunandi landa. Í Litalandi læra börnin að þekkja litina og geta spreytt sig á að velja liti á dýr og hluti. Í Dýralandi fræðast börnin um dýrin, í Stafalandi læra þau að þekkja stafina, í Talnalandi er farið yfir tölustafina og þau spreyta sig á léttum reikningsdæmum. Í Verslunarlandi kynnast þau gildi peninga og hvað þau geta keypt fyrir ákveðnar upphæðir.
Hin gjöf Krónufélaganna er sögubók sem er líka litabók og heitir Króni og Króna í Smáralandi. Bókin er eftir Friðrik Erlingsson og kom fyrst út árið 1990. Ágústa Ragnarsdóttir teiknaði myndirnar í bókina.
Tölvuleikurinn hefur verið gefinn til allra grunnskóla og leikskóla á Suðurnesjum en hann þykir nýtast vel við kennslu í stærðfræði og lestri.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Kristinsson þjónustustjóra Sparisjóðsins í Keflavík afhenda krökkunum á leikskólanum Gimli margmiðlunarleikinn.
Tölvuleikurinn er íslenskur og voru það fjórar stúlkur í Háskólanum í Reykjavík sem hönnuðu leikinn og var hann lokaverkefni þeirra við skólann. Leikurinn nefnist Króni og Króna í Leikjalandi. Leikurinn er byggður upp sem skemmtun og fræðsla. Börnin hafa möguleika á að fara á milli fimm mismunandi landa. Í Litalandi læra börnin að þekkja litina og geta spreytt sig á að velja liti á dýr og hluti. Í Dýralandi fræðast börnin um dýrin, í Stafalandi læra þau að þekkja stafina, í Talnalandi er farið yfir tölustafina og þau spreyta sig á léttum reikningsdæmum. Í Verslunarlandi kynnast þau gildi peninga og hvað þau geta keypt fyrir ákveðnar upphæðir.
Hin gjöf Krónufélaganna er sögubók sem er líka litabók og heitir Króni og Króna í Smáralandi. Bókin er eftir Friðrik Erlingsson og kom fyrst út árið 1990. Ágústa Ragnarsdóttir teiknaði myndirnar í bókina.
Tölvuleikurinn hefur verið gefinn til allra grunnskóla og leikskóla á Suðurnesjum en hann þykir nýtast vel við kennslu í stærðfræði og lestri.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Kristinsson þjónustustjóra Sparisjóðsins í Keflavík afhenda krökkunum á leikskólanum Gimli margmiðlunarleikinn.