Sparisjóðurinn berst gegn fíkniefnum
Sparisjóðurinn í Keflavíku hefur nú lagt sitt lóð á vogaskálarnar í baráttunni gegn fíkniefnum. Sparisjóðurinn er um þessar mundir að afhenda öllum nemendum í 9. bekk bókina Fíkniefni og forvarnir - handbók fyrir heimili og skóla.
Bókin er skrifuð af 30 sérfræðingum sem tengjast áfengis- og fíkniefnamálum. Bókin er ætluð foreldrum, skyldmennum og unglingunum sjálfum en í henni er fjallað um algengustu vímuefnin, uppruna, sögu og áhrif þeirra. Þar er einnig fjallað um tóbak og reykingar en eins og flestir vita þá er tóbak oftast fyrsta fíkniefnið sem unglingar falla fyrir. Magnús Haraldsson frá Sparisjóðnum og Guðni Björnsson frá fræðslumiðstöð í forvörnum afhentu bókina. Guðni brýnti fyrir unglingunum mikilvægi forvarna og samskipti barna og foreldra.
Bókin er skrifuð af 30 sérfræðingum sem tengjast áfengis- og fíkniefnamálum. Bókin er ætluð foreldrum, skyldmennum og unglingunum sjálfum en í henni er fjallað um algengustu vímuefnin, uppruna, sögu og áhrif þeirra. Þar er einnig fjallað um tóbak og reykingar en eins og flestir vita þá er tóbak oftast fyrsta fíkniefnið sem unglingar falla fyrir. Magnús Haraldsson frá Sparisjóðnum og Guðni Björnsson frá fræðslumiðstöð í forvörnum afhentu bókina. Guðni brýnti fyrir unglingunum mikilvægi forvarna og samskipti barna og foreldra.