Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Spakur hrossagaukur
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 17:53

Spakur hrossagaukur

Hann var heldur betur spakur þessi hrossagaukur sem ljósmyndari Víkurfrétta nálgaðist með myndavélina við Sólbrekkur. Hrossagaukurinn sat hinn rólegasti á girðingu við vegarslóða. Þar mundaði ljósmyndarinn myndavélina í u.þ.b. tveggja metra fjarlægð frá fuglinum. Það má ráða í svipinn á fuglingum að ljósmyndarinn hefur verið hin undarlegasta vera í augum fuglsins. Ekki komst ljósmyndarinn þó nær og fuglinn flaug á öruggari stað.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25