Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spáin klikkaði allhressilega
Vordís Heimisdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 1. september 2022 kl. 14:00

Spáin klikkaði allhressilega

Vordís Heimisdóttir, starfsmaður í Njarðvíkurskóla naut sumars án takmarkana, hún fór á tvenna tónleika, gekk Laugaveginn, fór á Þjóðhátíð og fór í brúðkaup hjá syni sínum. Vordís segir Ljósanótt vera vinalega og það skemmi ekki fyrir hversu mikið er að gera og skoða. 
Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu án takmarkana?

„Ég ferðaðist bæði innanlands og erlendis.“

Hvað stóð upp úr?

„Í júní var það að fara á tónleika með Adam Lambert og Queen. Í júlí, að láta loksins einn draum rætast og það var að ganga Laugaveginn með Gunni vinkonu minni. Í ágúst var það að komast loksins aftur á Þjóðhátíð. Það sem stóð upp úr samt sem áður í sumar er brúðkaupið hjá Hafsteini syni mínum og Eyrúnu Ósk tengdadóttur minni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Vordís ásamt eiginmanninum, dóttur og barnabarni í brúðkaupi sonar hennar

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Það sem kom skemmtilegast á óvart í sumar, var þegar að okkar yndislegu veðurfræðingar voru búnir að spá skíta veðri bæði fyrir Laugavegsgönguna mína og fyrir Þjóðhátíð, að sú spá klikkaði allhressilega og í bæði skiptin var „sumar“.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Mjóifjörður, falin perla -ekki spurning.“

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

„Taka vel á móti nýju barnabarni.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

„Ljósanótt er bara svo vinaleg, maður hittir svo marga og allir ættu að finna sér eitthvað til að gera og skoða.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Ég ætla að fara á röltið á fimmtudagskvöldinu, Heimatónleikarnir (auðvitað) á föstudagskvöldinu, kíkja á flest allt sem er í boði á laugardeginum og svo fer sunnudagurinn í það að fara á allar sýningarnar.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Þegar að ég sá ljósin kveikt í fyrsta skipti á Berginu, algjörlega geggjuð hugmynd og frábært að þetta skildi vera framkvæmt.“