Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sóun á peningum
Miðvikudagur 9. júlí 2008 kl. 12:58

Sóun á peningum

Matvara fyrir um 811 kr. lendir í ruslinu í viku hverri ef marka má viðhorfskönnun sem Sorpeyðingastöð Suðurnesja og fleiri voru aðilar að. Flestir svarendur (94%) eru á því að Íslendingar sói mjög eða frekar miklum peningum.
Hægt er að sóa peningum á ýmsa vegu. Í könnuninni kom í ljós að margir svarendur höfðu keypt föt eða skó á útsölu sem voru sjaldan eða aldrei notuð. Tæplega 40% svarenda keyptu snyrtivörur sem höfðu verið lítið notaðar og 30% borguðu aðgangskort að líkamsræktarklúbbi sem var ekki notað.
Í könnuninni kom einnig fram að á langflestum heimilum er salati eða káli hent í ruslið einu sinni í mánuði eða oftar.

Skýrsluna er að finna á www.kalka.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

[email protected]