Mannlíf

Sótti fáklætt fólk á flótta undan hvítabirni
Sunnudagur 23. október 2016 kl. 07:00

Sótti fáklætt fólk á flótta undan hvítabirni

- Þórólfur Júlían Dagsson, Reykjanesbæ, 3. sæti á lista Pírata

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð?
Ég var orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu, óréttlæti í sjávarútvegi og spillingunni sem vellur hér upp úr öllum pottum.

Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili?
Ég vil sjá fiskeldi stóreflt á svæðinu. Við erum á besta stað á landinu
fyrir landeldi á fiski, nóg af vatni og auðveldan aðgang að sjó.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins?
Við munum koma verulega á óvart þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat?
Það sem er við hendi. Uppáhaldið mitt er beikon og egg.

Hvar lætur þú klippa þig?
Þar sem er laust. En Hárátta er besti staðurinn sem ég hef farið
í klippingu á.

Uppáhalds útvarpsmaður?
Þorgeir Ástvaldsson.

Hver væri titill ævisögu þinnar?
Never gonna give you up, never gonna let you down.

Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar?
Klárlega. Vil einnig benda á að við erum með alþjóðaflugvöll hér og það er alveg fáránlegt að sjúkrahúsið okkar skuli ekki vera af þeirri stærðargráðu sem þarf til að taka á móti stórum hóp af fólki ef til dæmis flugslys eða annars konar stórslys ætti sér stað myndi það skipta sköpum.

Fallegasti staður á Suðurnesjum?
Reykjanesið, Reykjanesviti, Sandvík, Snorrastaðatjarnir og þannig mætti lengi telja.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
Að eignast dóttur mína. Dóttir mín og framtíð hennar skipta mig öllu máli og hvernig samfélagi hún elst upp í.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Margt sem ég er ekki tilbúinn að segja frá opinberlega. En eitt sem ég get sagt frá er þegar ég sótti fólk í land á Svalbarða sem varð að flýja undan hvítabirni sem réðst á tjaldbúðir. Það voru nemar í jöklafræði og voru margir þeirra fáklæddir og þurftu að komast um borð í skipið sem við höfðum sem fyrst. Mitt verkefni var að sækja það fólk og koma því um borð, það var frekar vandræðalegt.

Dagblað eða net á morgnana?
Netið.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú?
Það væri flott lausn á mörgu að sameina sveitarfélögin en ég held að fólk sé ekki tilbúið í það eins og staðan er í dag.