Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 19. júlí 2003 kl. 15:19

Sossa sýnir í Listasafni Reykjanesbæjar

Laugardaginn 19. júlí n.k. verður opnuð sýning á nýjum olíuverkum Sossu Björnsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar. Sossa stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1977-1979, árin 1979-1984 nam hún við Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn og 1992 lauk hún mastersgráðu við School of fine Arts/Tufts University í Boston.Sossa hefur sýnt víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, Portúgal og í Bandaríkjunum og frá árinu 1998 hefur Sct Gertrud galleríið við Strikið verið með árlegar sýningar á verkum hennar á menningarnótt Kaupmannahafnarborgar. Síðasta sýning Sossu hérlendis var í Listasetrinu á Akranesi árið 2000. Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er staðsettur í Duushúsum, Duusgötu 2 í Reykjanesbæ og er opinn alla daga frá 12.30-19.00. Sýningin stendur til 31. ágúst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024