Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sossa sýnir á menningarnótt í Kaupmannahöfn
Miðvikudagur 12. október 2011 kl. 22:51

Sossa sýnir á menningarnótt í Kaupmannahöfn

Myndlistarkonan Sossa úr Keflavík er með sýningu á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn á árlegri menningarnótt þar í borg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er með opið að vanda síðan árið 2005. Ég hef alltaf boðið öðrum listamönnum með mér og að þessu sinni Ástu Guðmundsdóttur, Elísabetu Ásberg, Ingibjörgu Ólafsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur og um tónlistina sér Ástvaldur Traustason. Það hafa alltaf komið fjöldi manns og er þetta orðið fastur liður hjá menningaþyrstum Kaupmannahafnarbúum,“ sagði Sossa sem hefur í mörg ár verið einn fremsti myndlistarmaður á Suðurnesjum.