Sossa með árlegt jólaboð

Sossa er með árlegt jólaboð á vinnustofunni sinni að Mánagötu 1 í Reykjanesbæ laugardaginn 2. desember og sunnudaginn 3. desember, kl. 15 - 20 báða dagana. 
 
Anton Helgi Jónsson er gestur og sýnir innrömmuð ljóð. Hann mun lesa upp ljóð milli 18:00 og 18:30.
 
Léttar veitingar og allir velkomnir, segir í tilkynningu.