Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Sossa er aftur orðinn villingur
Laugardagur 7. september 2013 kl. 10:43

Sossa er aftur orðinn villingur

-Sýnir nýjar myndir ásamt Færeyingnum Birgit Kirke á Ljósanótt

Í Bíósal Duus húsa verður spennandi sýning á verkum tveggja listmálara, Birgit Kirke sem kemur frá Þórshöfn í Færeyjum og Sossu, listamanns Keflavíkur 1987. Sýningin er hluti af þriggja sýninga röð en auk þess að sýna á Ljósanótt sýndu þær í Þórshöfn í Færeyjum í vor og sýna í Grindavík vorið 2014.

Af sama tilefni verður einnig boðið upp á færeyska og íslenska tónlist en tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson frá Keflavík og Stanley Samuelsson frá Þórshöfn munu leika við opnun sýningarinnar og fleiri sýninga sem opna í Duushúsum þennan dag kl. 18:00.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sossa segir að hún hafi kynnst þessum hressu Færeyingum í Kaupmannahöfn en þar hefur hún verið með annan fótinn undanfarin ár. Sossa segir að henni hafi fundist vel við hæfi að fá tónlistarmenn með í verkefnið enda sé mikil tónlist í myndum hennar og Birgit þótt þær séu ólíkar sem listamenn. „Þeir eru svo skemmtilegir Færeyingarnir. Ef bara að færeyskur matur væri betri þá myndum við bjóða upp á hann líka,“ segir Sossa og hlær. Stanley Samuelsson er þekkt númer í Færeyjum en hann hefur líka gert það gott í Danmörku þar sem hann er búsettur. Hann spilar svipaða tónlist og Gunnar og er undir miklum áhrifum frá Bítlunum að sögn Sossu.

Sossa mun eingöngu sýna ný verk á sýningunni þar sem hún er aftur á fornum slóðum. „Þetta eru villtari myndir en ég hef verið með lengi. Mig langaði til þess að verða villingur eins og í gamla daga þegar ég var að byrja að mála.“ Sossa er að fara að leggja land undir fót en leið hennar liggur til Seattle í haust, þar sem hún mun kenna við Green River háskólann. Hún segist spennt fyrir því að flytja til Bandaríkjanna en Sossa mun kenna list og málun við skólann.

VF jól 25
VF jól 25