Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sossa deilir reynslu sinni og þekkingu
Fimmtudagur 12. desember 2013 kl. 11:43

Sossa deilir reynslu sinni og þekkingu

Margrét Björnsdóttir, sem á alþjóðavettvangi er þekkt sem listakonan Sossa, hefur undanfarið dvalið í Green River Community College í Washington fylki í Bandaríkjunum. Þar hefur hún aðstoðað skólann og stofnanir tengdar honum við að alþjóðavæða list sem námsefni og skilja betur það sem hefur haft áhrif á verk hennar sem þekktur norrænn listamaður. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans.

Fékk Fulbright styrk

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sossa var meðal ellefu sem hlutu í vor styrk frá Fulbright stofnuninni, sem er árlegur styrkur sem veittur er til íslenskra og bandarískra námsmanna til náms, kennslu- og rannsókna. Hún hlaut styrk til fræðimannsdvalar við Green River Community College, sem er opinber skóli og býður upp á tveggja ára nám. Þangað koma nemendur víða að úr heiminum til að læra, þroskast og auðga líf sitt.

Útbjó verkstæði fyrir grafík

Í skólanum hefur Sossa meðal annars kynnt gagnvirkan fyrirlestur sinn í kennslumiðstöð skólans. Þá hefur hún útbúið verkstæði fyrir grafík á vegum framkvæmdastjórnar Auburn Arts fyrir fólk í sveitarfélögum á svæðinu. Einnig hefur hún heimsótt þekkt listræn samfélög.

Ánægjuleg reynsla og einstök upplifun

Með stuðningi háskólans hefur Sossa upplifað mannlífið í samfélaginu og er ánægð með að vinna með nemendum sínum á vinnustofu sinni nálægt Seattle um helgar. Segir það einstaka upplifun fyrir hana og nemendurna.

Sossa kemur aftur til Íslands 16. desember og mun áður, ásamt skólastjóra Green River College, segja frá hápunktum reynslu sinnar af staðnum og verunni þar.
 

Myndin er af vefsíðu skólans og sýnir Sossu með nemendum sínum.