Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Soroptimistar Roðagylla heiminn
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og orkuverið í Svartsengi eru meðal mannvirkja sem voru roðagyllt í fyrra og verða vonandi einnig nú.
Föstudagur 25. nóvember 2022 kl. 06:10

Soroptimistar Roðagylla heiminn

Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni. Þann dag hefst árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn.

Roðagylltur litur er táknlitur alþjóðlegs átaks til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Orange the World, notar appelsínugula litinn sem sameinandi lit í öllum sínum aðgerðum. Litur þessi táknar bjartari framtíð, lausa við ofbeldi gegn konum og börnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur hvetur fyrirtæki og stofnanir til þess að taka þátt í þessu mikilvæga baráttumáli með því til dæmis að roðagylla byggingu/-ar með appelsínugulu ljósi í þessa sextán daga.

„Tökum höndum saman um að binda enda á ofbeldi gegn konum, sem eru útbreiddustu, lífseigustu og mest skemmandi mannréttindabrot í heiminum í dag. Ofbeldið hefur áhrif á konur óháð aldri, bakgrunni eða menntunarstigi og bitnar á stúlkum og konum jafnt á internetinu sem utan þess,“ segir m.a. í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur.