Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Soroptimistakonur Keflavíkur á Stapanum
Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 15:04

Soroptimistakonur Keflavíkur á Stapanum

Í gærkvöldi hreinsuðu Soroptimistakonur Keflavíkur í kringum plöntur á Stapanum sem þær hafa gróðursett í gegnum tíðina. Klúbburinn gróðursetti fyrstu plönturnar árið 1990 á Stapanum, en einnig hafa verið gróðursettar plöntur við Voga á Vatnsleysuströnd. Á hverju ári fara konurnar í klúbbnum á svæðin til að hreinsa illgresi sem vex í kringum plönturnar sem gróðursettar hafa verið en þær eru farnar að sjást nokkuð vel frá Reykjanesbrautinni. Fremur fáar konur úr Soroptimistaklúbbi Keflavíkur mættu til hreinsunarstarfanna og sögðu þær sem mættu að flestar kvennanna væru í sumarleyfum.

Myndin: Soroptimistakonur að störfum við Stapann. Frá vinstri: Ingibjörg, Erlendsína, Alda, Hólmfríður og Lydía.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024