Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sonur „Manns ársins á Suðurnesjum“ vekur athygli í París
Feðgarnir saman í París.
Laugardagur 2. júlí 2016 kl. 20:15

Sonur „Manns ársins á Suðurnesjum“ vekur athygli í París

Alexander Sigvaldason, ungur sonur Sigvalda Lárussonar, slökkviliðsmanns og „Manns ársins á Suðurnesjum 2015“ hefur vakið athygli í París, borg ástarinnar og tískunnar eða réttara sagt fótboltans. Blái landsliðsbúningur drengsins dró að sér athygli margra ferðamanna og heimamanna, jafnvel frá löndum eins og Paragvæ. Faðir drengsins, Sigvaldi, sagðist í pistli á Facebook átta sig á því hvað Ísland væri orðið þekkt vegna frábærs árangurs á EM í knattspyrnu.

Við vitnum hér í Facebook pistil Sigvalda:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Áttaði mig á því í gær hversu gríðarlega Ísland er orðið þekkt, þökk sé meðal annars EM. Við gengum um Parísarborg og drengurinn var í búningnum sínum og vakti hann fáránlega athygli, allir þekktu þennan búning og fánann, sneru sig næstum úr hálsliðnum margir. Við vorum stoppaðir af fólki frá t.d. Paragvæ sem þekkti þetta og báðu þau um mynd af sér með guttanum og þau voru sannfærð um að Ísland myndu vinna em. Frakkar stoppuðu guttann líka og voru nokkrir samnfærðir um sigur Íslands og einn gekk svo langt að hann lagðist á bæn og bað þess að við myndum vinna. Svo fékk hann high five út um alla borg. Við settumst á kaffihús og miðaldra þjónninn sagði að kóngurinn frá Íslandi (Alexander) skyldi sitja við endann á borðinu. Mættum reyndar líka nokkrum eftirlegu kindum (bretum) sem gáfu okkur ekki alveg jafn vinarlegt viðmót. Allir basicly vissu hvaðan þessi gutti var. Eftir gærdaginn og spjall við nokkra Frakka þá er ég farinn að hallast að því að við tökum þetta en þar sem ég hef farið flatt á því hingað til að leggja eitthvað undir þá ætla ég að sleppa því núna en 2-1 fyrir Ísland.“

Alexander Sigvaldason, með þekktasta kennileiti Frakka í baksýn.