Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngveisla í Duushúsum
Jóhann Smári þenur upp raust sína.
Þriðjudagur 30. júlí 2013 kl. 07:21

Söngveisla í Duushúsum

Sönghópurinn Orfeus munu auðga mannlíf Reykjanesbæjar með tónleikum í Listasal Duushúsa fimmtudagskvöldið 1. ágúst nk. kl. 20:00. Víða verður komið við í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Flutt verða íslensk sönglög eins og Enn ertu fögur sem forðum, söngleikjalög eins og Can't help loving that man, óperuaríur og margt fleirra.

Fram koma; Birna Rúnarsdóttir, Erla Melsteð, Jelena Raschke, Jóhann Smári Sævarsson, Gunnar Kristmansson, Rósalind Gísladóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Antonía Hevesi. Orfeus er sönghópur sem stofnaður var í Reykjanesbæ árið 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frítt er inná tóleikana og allir eru hjartanlega velkomnir. Samband sveitafélaga á Suðurnesjum styrkir tónleikana.