Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngvaskáld í Garðskagavita
Þriðjudagur 30. maí 2017 kl. 10:25

Söngvaskáld í Garðskagavita

-Jarðvangsvika á Reykjanesi

Boðið verður upp á það besta frá Söngvaskáldum á Suðurnesjum í Garðskagavita n.k. fimmtudagskvöld en tónleikarnir eru liður í jarðvangsviku á Reykjanesi sem nú stendur yfir.

Flutt verða lög eftir Vilhjálm Vilhjálmsson, Sigvalda Kaldalóns, Jóhann Helgason, Ingibjörgu Þorbergs, Þorstein Eggertsson og Magnús Þór Sigmundsson. Flytjendur eru Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Dagný Gísladóttir.

Markmið Geopark-vikunnar á Reykjanesi er að kynna menningu og náttúru svæðisins og fagna tengslunum þar á milli en hér má sjá dagskrá vikunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis.