Söngvarar Suðurnesja: Sönghópurinn Orfeus með tónleika
Norðuróp stendur fyrir tónleikaröðinni Söngvarar Suðurnesja og verða fyrstu tónleikarnir í þessari skemmtilegu tónleikaröð á laugardaginn 17. janúar kl.17 í Duushúsum. Fram kemur Sönghópurinn Orfeus en í honum eru söngvarar sem búa eða starfa á Suðurnesjum og má þar nefna Jóhann Smára Sigurðsson, Guðmund Sigurðsson, Stein Erlingsson, Bylgju Dís Gunnarsdóttur, Rúnar Þór Guðmundsson, Dagnýju Þ. Jónsdóttur o.fl.
Á efnisskrá verða íslensk sönglög í bland við perlur úr óperum og söngleikjum og mikið af samsöngsatriðum. Yfirbragð tónleikanna verður létt og glæsilegt s.s. sannkallaðir Gala-tónleikar. Meðleikari á píanó er Antonia Hevesi.
Aðrir tónleikar í þessari tónleikaröð verða svo í mars þar sem fram koma enn fleiri söngvarar enda erum við Suðurnesjamenn ríkir af góðum og velmenntuðum söngvurum.
Miðaverð er kr. 2000 og verða miðar seldir við innganginn eða í síma 661 7719.
Allir eru hjartanlega velkomnir.