Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngvar lífsins - Söngtónleikar í Reykjanesbæ
Mánudagur 6. september 2010 kl. 16:06

Söngvar lífsins - Söngtónleikar í Reykjanesbæ

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Menningarsvið Reykjanesbæjar og Tónlistarfélag Reykjanesbæjar standa saman að söngtónleikum undir yfirskriftinni Söngvar lífsins. Tónleikarnir verða í Stapa, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ fimmtudaginn 9. september kl. 20.00. Flytjendur eru Elisabeth Wärnfeldt, sópran og Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanóleikari. Á efnisskránni eru þekktir ljóðasöngvar m.a. eftir Grieg, Sibelius og Rachmaninoff, auk aríu úr óperunni Rusalka eftir A. Dvorák.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elisabeth Wärnfeldt, sópransöngkona fæddist í Stokkhólmi. Hún stundaði framhaldsnám í söng í Vínarborg við Hochschule für Musik und darstellende Kunst, þar sem hún hlaut Birgit Nilsson verðlaunin, Richard Wagner námsstyrk og “The Fine Arts Scholarship of the Republic of Austria”. Elisabeth Warnfeldt kemur fram víða um heim sem óperusöngkona. Anna Málfríður Sigurðardóttir fæddist á Ísafirði og hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún stundaði framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi árið 1971. Anna Málfríður hefur haldið fjölmarga tónleika, bæði hér heima og erlendis og hefur m.a. komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún starfar jafnframt við meðleik og kennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.