Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngvakeppni og Idolstjarna á þjóðhátíðardegi í Garðinum
Laugardagur 17. júní 2006 kl. 01:36

Söngvakeppni og Idolstjarna á þjóðhátíðardegi í Garðinum

Snorri Snorrason, Idolstjarnan 2006, mun ásamt Vigni, gítarleikara Írafárs, skemmta í Garðinum á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Þá verður söngvakeppni 17. júní, þar sem hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu mun leika undir.
Nemendur 10. bekkjar Gerðaskóla sjá um veitingar fyrir hátíðargesti en hátíðarhöldin fara fram í og við íþróttamiðstöðina í Garði, þar sem verða leiktæki og fleira fyrir gesti og gangandi.
Á miðnætti annað kvöld verður síðan stórdansleikur í Samkomuhúsinu í Garði þar sem hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu mun leika fyrir dansi og aldurstakmarkið þar inn er 18 ár. Hljómsveitin gefur tóndæmi í VEF TV Víkurfrétta hér á vefnum.

 

Video: Safnaðarfundur eftir messu tekur lag í Samkomuhúsinu í Garði.


Annars er dagskrá 17. júní eftirfarandi:

Kl. 12:30
Svæðið og leiktæki opin fyrir gesti og gangandi.
Kl. 13:00-13:30
Hátíðin sett, fánahylling og ræða fjallkonu.
Kl. 13:30-14:00
Idolstjarna Íslands, Snorri Snorrason ásamt Vigni gítarleikara Írafárs, taka lagið og gefa eiginhandar áritanir.
Kl. 14:00-15:00
Söngvakeppni 17. júní.  Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu spilar undir.
Kl. 15:00-15:30
Trúbadorinn Addi M. og Óli Árni taka nokkra slagara.
Kl. 15:30-15:45
Úrslit Söngvakeppninnar.  Sigurvegari tekur lagið.
Kl. 15:45-17:00
Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu tekur lagið.
Kl. 12:30-17:00
Leiktæki, hoppukastalar, candyfloss, fánar, veifur, grillaðar pylsur, fótbolti og ýmislegt annað verður í gangi allan daginn fyrir krakkana.
Kl. 12:30-17:00
10. bekkur Garðaskóla verður með kaffi og kökur fyrir hátíðargesti.
Kl. 24:00 –
Stórdansleikur með hljómsveitinni Safnaðarfundur eftir messu í Samkomuhúsinu.  18 ára aldurstakmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024