Söngsveitin Víkingar með tvenna tónleika
– ókeypis aðgangur
Söngsveitin Víkingar verður með tónleika í Bíósal Duushúsanna þriðjudaginn 5. maí kl. 20.00
og fimmtudaginn 7. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20.00.
Að venju verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Athugið: Tónleikarnir eru í boði Víkinganna og styrktaraðila þeirra og því er aðgangseyrir enginn.
Stjórnandi Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson.
Undirleikarar: Gunnlaugur Sigurðsson gítar, Einar Gunnarsson dragspil.