Söngskemmtun með Þorsteini Eggertssyni
Allir þekkja nafnið Þorsteinn Eggertsson og geta raulað textana hans. Færri hafa séð manninn eða vita eitthvað um kappann. Laugardaginn 25. september kl. 17:00 mun Steini Eggerts segja frá sjálfum sér, lífinu í Garðinum hér í denn og tilurð lagatexta sem allir þekkja og geta sungið. Óperuídívurnar Davíð og Stefán munu syngja lögin við textana hans Steina og fara ekki mjög troðnar slóðir í þeim efnum. Við píanóið er Helgi Már Hannesson.
Frábær skemmtun blönduð gamni og alvöru með okkar frægasta textahöfundi sem allir geta sungið en enginn hefur séð.
Hóflegt verð aðgöngumiða 1500 kr.