Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngskemmtun í DUUS húsum í kvöld
Fimmtudagur 29. apríl 2004 kl. 13:50

Söngskemmtun í DUUS húsum í kvöld

Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja heldur klukkustundar langa söngskemmtun í  Duus húsum í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis og  öllum heimill. Kór FS er í rauninni 2 kórar. Annars vegar lítill kvennakór, þar sem áhersla  er lögð á raddaðan söng, og hins vegar 45 manna sönghópur sem syngur  einraddað og með megin áherslu á að hafa gaman af því að syngja.
Félagar úr kórnum hafa haft í nógu að snúast í vetur. Hluti kvennakórsins tók m.a. þátt í Kóramóti framhaldsskólanna, sem fram fór á Selfossi fyrr í vetur, auk þess sem félagar úr kórnum tóku þátt í uppfærslu skólans á söngleiknum Bláu augu þín, sem sýndur var í Stapa nú í vor.
Undirleik á söngskemmtuninni í Duus húsum á fimmtudaginn annast Guðbrandur Einarsson auk þess sem Anna María Torfadóttir og Harpa Jóhannsdóttir, sem báðar eru félagar í kórnum, leika með á blásturshljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Kjartan Már Kjartansson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024