Söngperlur í Keflavíkurkirkju
Söngtónleikar verða haldnir í Keflavíkurkirkju nk. sunnudag kl.16. Þar koma fram Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzusópran sem búsett er í Keflavík, Björn Jónsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón. Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó.Tónleikagestir eiga von á góðu því efnisskráin er ekki af verri endanum, en þar má finna söngperlur eftir meistarana Beethoven, Gluck, Mozart, Rossini, Bizet, Puccini, Verdi og Gershwin. Suðurnesjafólk ætti ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara, en þeir sem eiga ekki tök á að mæta á sunnudaginn geta hlustað á dagskrána flutta í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs nk. þriðjudagskvöld kl. 20.