Söngleikurinn „Vertu þú sjálfur“ sýndur í Heiðarskóla
Árshátíð Heiðarskóla var haldin hátíðleg sl. föstudag og af því tilefni frumsýndu nemendur í 8. 9. og 10. bekk söngleikinn „Vertu þú sjálfur“ sem byggður er á unglinga myndinni „Can‘t buy me love“.
María Óladóttir skrifaði leikgerðina og leikstýrir verkinu ásamt Guðnýju Kristjánsdóttur en þær stöllur hafa sett upp árshátíðarleikrit með unglingum skólans mörg undanfarin ár.
Venjan er að hafa almennar sýningar fyrir bæjarbúa og í ár verður engin breyting þar á. Þriðjudaginn 21. mars og fimmtudaginn 25. mars verða sýningar fyrir almenning og hefjast þær kl. 20.00. Miðaverð er 1000 krónur og rennur ágóði sýninganna beint í nemendasjóð skólans.