Söngleikurinn Líf og friður
Í tilefni kristnihátíðar árið 2000, verður söngleikurinn Líf og friður eftir Per Harling sýndur í Keflavíkurkirkju, sunnudaginn 26. mars kl. 20:00.Sýningin er liður í dagskrá kristnihátíðar í Keflavíkursókn og er samvinnuverkefni unglingadeildar Leikfélags Keflavíkur og Keflavíkurkirkju. Stjórnendur sýningarinnar eru Einar Örn Einarsson, organisti og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir frá LK.Sýningin fjallar um stöðu kirkjunnar og kristni í nútíma samfélagi og er byggð á sögunni um örkina hans Nóa. Einnig verða sýningar í vikunni fyrir grunnskóla Keflavíkursóknar. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir.