Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Söngleikur frumsýndur í Garðinum
Þriðjudagur 20. apríl 2004 kl. 10:05

Söngleikur frumsýndur í Garðinum

Í kvöld verður söngleikurinn Uppgjörið frumsýndur í samkomuhúsinu í Garðinum. Söngleikurinn gerist í skóla þar sem nokkrir krakkar eru að undirbúa árshátíð og eins og gengur og gerist eru krakkarnir ekki alltaf sammála og reynir oft á vinskapinn. En eins og í öllum ævintýrum þá endar allt vel og allir verða vinir í lokin.

Leikarar í sýningunni koma úr 7. til 10. bekk Gerðaskóla og eru um 25 krakkar sem koma að sýningunni.  Níu lög eru flutt í söngleiknum verið hefur um tvö ár í vinnslu.

Höfundur og leikstjóri er Álfhildur Sigurjónsdóttir og er þetta hennar annar söngleikur, áður hefur verið sýndur söngleikurinn „Hvolpaást“ af unglingum úr Garði einnig undir hennar stjórn. Sýningin hefst klukkan 20:30.

Myndin: Frá æfingu söngleiksins í Garðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024