Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söngleikjaþema hjá Myllubakkaskóla
Þriðjudagur 19. mars 2013 kl. 07:07

Söngleikjaþema hjá Myllubakkaskóla

Skemmtilegar myndir

Árshátíð Myllubakkaskóla var haldin föstudaginn 15. mars í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Þema hátíðarinnar var söngleikir og var húsið skreytt hátt og lágt með tilheyrandi skrauti.  Meðal annars voru atriði úr Mary Poppins, Lion king og Söngvaseið en alls voru atriðin tólf talsins.

Auðséð var að allir árgangar ásamt kennurum hafa lagt mikla vinnu við undirbúning hátíðarinnar og útkoman var hreint út sagt glæsileg.  Nemendur stóðu sig frábærlega hvort sem var í leik, söng eða dansi.  Eftir hátíðina var öllum boðið í köku og drykk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var mikið lagt í atriðin sem voru mörg ansi glæsileg eins og sjá má á myndum hér að neðan.