Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:10

Söngleikjaferðalag

Nemendur í 5.-10. bekk Myllubakkaskóla hafa gefið út geisladisk með lögum úr þekktum söngleikjum, s.s. Jesus Christ Superstar, Hárinu og Litlu Hryllingsbúðinni. 24 nemendur tóku þátt í gerð disksins, en efnið á honum er hið sama og sýnt var á árshátíð skólans. Nemendur þurftu að taka inntökupróf til að fá að vera með og segir það sitt um gæði disksins. Jón Ólafsson, „Bítlavinur“, sá um að útvega tónlist fyrir upptökuna og lék sjálfur undir. Þrír kennarar aðstoðuðu nemendurna við uppsetninguna, en það voru þær Íris Dröfn Halldórsdóttir, Díana Ívarsdóttir og Heba Friðriksdóttir. Kennararnir sögðu hópinn hafa verið mjög samstilltan og krakkarnir hafi hvatt hvort annað til dáða. Þær telja þetta samstarf nemendanna hafa hjálpað mörgum, sem alla jafna mæti ekki á uppákomur í skólanum, en voru þarna að syngja og dansa. Geisladiskurinn er til sölu hjá kennurum Myllubakkaskóla og kostar hann kr. 700.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024