Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Söngleikir og þyrluflug
    Friðgeir Guðjónsson er m.a. í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld.
  • Söngleikir og þyrluflug
    Páll Ketilsson, ritstjóri Sjónvarps Víkurfrétta.
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 15:47

Söngleikir og þyrluflug

– í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN

Sjónvarp Víkurfrétta verður á menningarlegum nótum og í háloftunum í kvöld. Í þætti kvöldsins á ÍNN og vf.is verður leiklistinni í Reykjanesbæ gerð ítarleg skil.

Vox Arena, sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er að frumsýna í kvöld söngleikinn Dirty Dancing í samvinnu við nemendafélag skólans í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú.

Leikfélag Keflavíkur æfir einnig af kappi söngleikinn Ávaxtakörfuna. Við kíkjum á æfingu í þættinum í kvöld.

Við kynnum okkur einnig hvernig ferðamenn geta skoðað margar af helstu náttúruperlum landsins á nokkrum klukkustundum með því að ferðast á milli staða í þyrlu. Við tökum því flugið í þætti kvöldsins. Þá endar þátturinn á tónlist frá tónlistarskólunum á Suðurnesjum.

Sjónvarp Víkurfrétta verður á ÍNN kl. 21:30 í kvöld og aðgengilegt á vf.is á sama tíma í háskerpu. Þá er þátturinn sýndur á bæjarrásinni á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024