Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sönglagasamkeppni Ljósanætur 2004
Þriðjudagur 18. maí 2004 kl. 15:16

Sönglagasamkeppni Ljósanætur 2004

Reykjanesbær efnir til árlegrar sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur árið 2004. Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert. Það er þó ekki skilyrði að yrkisefnið verði Ljósanóttin sjálf.

Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 18. júní 2004. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.  Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á heimasíðunni reykjanesbaer.is.

1. verðlaun kr. 400.000
2. verðlaun kr. 150.000
3. verðlaun kr. 100.000

Reglur vegna sönglagasamkeppni Ljósanætur 2004

1. Öllum er heimil þátttaka.
2. Um er að ræða frumsamið lag ásamt íslenskum texta.
3. Lagið eða textinn má ekki hafa birst eða verið flutt opinberlega áður.
4. Hámarkslengd lagsins er 4 mínútur.
5. Laginu skal skilað á geisladiski eða hljóðsnældu til menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Einnig skal textanum skilað með á blaði.
6. Keppendur skulu senda lagið inn undir dulnefni.  Sendingunni skal fylgja lokað umslag sem inniheldur hið rétta nafn höfundar, auk persónuupplýsinga, s.s. kennitölu, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri.
7. Síðasti skiladagur er 18. júní 2004.
8. Aðalverðlaunin eru kr. 400.000, 2. verðlaun kr. 150.000 og 3. verðlaun kr. 100.000.
9. Farið verður að reglum STEF og SFH um höfundarétt.

 

Myndin: Lagið Ljóssins Englar eftir Magnús Kjartansson tónlistarmann var valið Ljósalagið 2003 á Ljósalagskeppninni sem fram fór fyrir Ljósanótt í fyrra. Rut Reginalds flutti lagið en texta gerði Kristján Hreinsson. VF-ljósmynd/Páll Ketilsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024