Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 20. nóvember 2002 kl. 09:46

Söngkvöld með South River Band - “Söngur er hollur”

South River Band gengst fyrir söngkvöldi föstudagskvöldið 22. nóvember n.k. á Vitanum í Sandgerði. Bandið mun leiða sönginn og öllum textum verður varpað á sýningartjald þannig að auðvelt verður að fylgjast með og taka undir. Húsfyllir hefur jafnan verið og gríðargóð stemmning enda eru áheyrendur beinir þátttakendur með söng og dansi.Á efnisskránni eru íslensk alþýðu- og dægurlög með innskotum af eigin efni hljómsveitarinnar, lögum og textum. Allir textar eru á íslensku. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar og hlýða á tóndæmi með hljómsveitinni geta farið á heimasíðu hennar www.southriverband.com eða á heimasíðu Þúsund þjala, umboðsskrifstofu listamanna (www.1000th.is).

Í South River Band, „hljómsveit fólksins“ eru: Grétar Grétarsson kontrabassa; Helgi Þór Ingason, píanó, harmonika, söngur; Jón Árnason harmonika, söngur; Kormákur Bragason gítar , flauta, söngur; Ólafur Sigurðsson(kennari í FS) gítar, mandólín, söngur ; Ólafur Þórðarson
gítar, söngur; og Þorvarður Ólafsson fiðla, söngur. Hljómsveitarmeðlimir eru allir ýmist ættaðir frá Kleifum í Ólafsfirði eða tengdir þangað fjölskylduböndum á einn eða annan hátt og halda uppi
áralangri tónlistarhefð sem þaðan er runninn.

Söngkvöldið hefst kl. 22:00. Miðasala við innganginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024