Söngkeppni FS á miðvikudaginn

Söngkeppni FS fer fram á miðvikudaginn í Andrews Theatre kl. 20:00. Kynnir keppninnar verður enginn annar en Geir Ólafs, en í keppninni eru 13 lög. Dómarar verða Bergþór Pálsson, óperusöngvari, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), söngkona og Baldur Guðmundsson frá Sparisjóðnum í Keflavík. Aðgangseyrir er 500 kr. Slegið verður upp balli í Officera klúbbnum á fimmtudeginum 19. febrúar, daginn eftir keppnina og munu Land og Synir spila fyrir dansi, en fjörið hefst kl. 22:00.
VF-mynd/ Sigurvegarar keppninnar 2008. Myndin er tekin af www.nfs.is.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				