Söngfólk vantar í Innri Njarðvík
Vetrarstarfið er að hefjast hjá kirkjukórnum í Innri Njarðvík og verður fyrsta æfingin hjá kórnum, sem syngur við Njarðvíkurkirkju í kvöld, 11. september kl. 19:30. Í tilkynningu frá kórnum segir að ef söngfólk og áhugafólk um song hafi áhuga á að starfa með kórnum í vetur, þá sé stefnt að því að æfa á þessum tíma í vetur.
Orðrétt segir: Ef þú hefur gaman af því að syngja og vera í skemmtilegum félagsskap, láttu þá endilega sjá þig. Nánari upplýsingar gefur Arngerður organisti í síma 690-6586.
Sóknarnefndin